Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um vörurnar okkar, sýn okkar eða vilt fá meiri upplýsingar, sendu okkur endilega línu. Við viljum gjarnan heyra frá þér.

         

123 Street Avenue, City Town, 99999

(123) 555-6789

email@address.com

 

You can set your address, phone number, email and site description in the settings tab.
Link to read me page with more information.

skilmálar

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Donec id elit non mi porta gravida at eget metus.

Skilmálar Angan Skincare

Greiðslur:

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Afhending vöru:

Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent. Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 2-4 daga að berast.

ANGAN tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini. Einnig eru viðskiptavinir hvattir til að hafa nöfn og heimilsföng eins ýtarleg og kostur er á þegar pantað er.

Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.

Við bjóðum fría sendingu á pöntunum yfir 10 þúsund krónum. Fyrir ódýrari sendingar er rukkaður sendingarkostnaður. Einnig er hægt að sækja pantanir til okkar á Nýbýlaveg 4 ( Dalbrekkumegin ) í Kópavogi. Opnunartími er Mánudaga-föstudaga  8.30-16.30.

Vöruskil:

Vöru fæst skilað innan 14 daga frá kaupum, sé hún ónotuð og í upprunalegum, órofnum umbúðum. Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöruna eða ný vara valin. Sýna þarf kvittun fyrir endurgreiðslu.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað.

Fyrir nánari upplýsingar skal hafa samband í tölvupóst á angan@anganskincare.com


Vöruverð:

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatt.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Annað:

Með því að skrá þig á póstlista ANGAN samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal senda tölvupóst angan@anganskincare.com

ANGAN áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.

Lög og varnarþing:

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Angan skincare ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.